miðvikudagur, 28. mars 2012

Annar dauði höfundar


Um daginn heyrði ég sögu af finnskum heimspekingi, konu sem hafði sérhæft sig í Deleuze. Hún sat á kaffihúsi í París um miðjan tíunda áratuginn að ræða Deleuze og myndlist við franskan kollega sinn þegar eitthvað stórt, sem líktist mannslíkama, féll til jarðar fyrir framan kaffihúsið með háum og holum dynki. Þau gerðu hlé á tali sínu til að athuga hvað þarna var á ferð og sáu þá að þetta var maður, hann lá í blóði sínu á gangstéttinni. Fljótlega báru þau kennsl á líkið: þetta var heimspekingurinn sem þau höfðu verið að ræða, Gilles Deleuze. Hann hafði afgluggað sig, eins og Frakkar kalla það.

Þröstur Helgason

Gilles Deleuze

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.