fimmtudagur, 26. apríl 2012

Brecht


Loksins, eftir furðu langa mæðu, kominn með greinasafn Brechts í enskri þýðingu. Og langar svolítið að heyra aftur Kurt Weil upptökurnar sem þú varst með – ekki geturðu gert handa mér afrit, eða sent mér titilinn og nafn tónlistarmanns/hljómsveitarstjóra, þannig að ég geti haft upp á diskinum.

Í neðanmálsgrein þýðanda við þriðju greinina, sem Brecht skrifar 26 ára, talar hann um nauðsyn þess að opna vindlareykingaleikhús, eða leyfa í það minnsta vindlareykingar í sumum leikhúsum: „I even think that in a Shakespearean production one man in the stalls with a cigar could bring about the downfall of Western art. He might as well light a bomb as light his cigar. I would be delighted to see our public allowed to smoke during performances. And I'd be delighted mainly for the actors' sake. In my view it is quite impossible for the actor to play unnatural, cramped and old-fashioned theatre to a man smoking in the stalls.“

Stórkostleg afstaða. Eins og ég sé ekki nógu a) pedagógískur b) mikill nikótínfíkill fyrir.

Annars er rétti tíminn núna til að sýna einhvers staðar Jóhönnu af Örk eftir Dreyer. Það er nákvæmlega leikritið sem Breivik er að setja á svið í réttarsalnum í Osló, með sjálfan sig í aðalhlutverki.

Bestu kveðjur,

H.



Haukur Már Helgason

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.