Út er komin rafbókin Subbuskapur og sóðarit.
Subbuskapur og sóðarit er unnin upp úr samnefndri bloggsíðu sem haldið var
úti í rúma tvo mánuði, frá febrúarlokum 2012 og fram í byrjun maí sama ár. Í bókinni fjalla fjórtán karlmenn um bókmenntir og önnur bókatengd hugðarefni sín, um sögu og samtíma, um stjórnmál, lestur og leshætti, dauða rithöfunda, popp og klassík, um harm og fjör, um bækur og það sem þeim tengist, sem er eiginlega allt milli himins og jarðar. Þetta eru menn úr öllum áttum, rithöfundar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, fræðimenn, grúskarar, heimspekingar, ljóðskáld, glæpasagnahöfundar og fagurkerar. Þeir eru: Ásgeir H. Ingólfsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Elías Knörr, Gísli Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson, Haukur Már Helgason, Hermann Stefánsson, Jón Hallur Stefánsson, Jón Karl Helgason, Jón Ólafsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Þórarinn Leifsson, Þröstur Helgason og Ævar Örn Jósepsson. Sérstakir heiðursgestir eru: Ármann Jakobsson, Bergsveinn Birgisson, Helgi Ingólfsson og Magnús Sigurðsson, auk þeirra Kristínar Ómarsdóttur og Emmalyn Bee sem rætt er við á síðum bókarinnar. Umsjónarmaður og yfirlesari var Hermann Stefánsson. Ljósmyndir í "Draugasagan langa um Eugmund" úr sýningu Þjóðleikhússins 2012: Eddi. Kápu gerði Ragnar Helgi Ólafsson. Rafbókargerð annaðist Eiríkur Örn Norðdahl.
Við útgáfu var bókin samviskulæst í tilraunaskyni og rann kaupverðið í gott málefni sem gagnast skildi menningu í landinu. Fáir reyndust hafa samvisku og er því bókin ókeypis í dag en kaupandinn fær endurgreitt.
Rafbókinni má hala niður (með því að smella á textann) í þremur gerðum, sem pdf.-skjali (fyrir tölvur), Mobi-skjali eða Epub-skjali hér að neðan.
![]() |
Mobi-skjal |
![]() |
Epub-skjal |
![]() |
Pdf.-skjal |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.